Ég var að fá mér nýtt móðurborð og það fylgdi með því forrit sem sýnir manni hraðann á viftunum, hita á kerfinu og fleira.
Þetta forrit segir hitann á örgjörvanum vera ca. 60 gráður, og að system fan sé ekki í gangi.

Ég kíkti í kassann og þar eru þrjár viftur: Ein á örgjörva, ein í spennugjafa og svo ein önnur á bakhlið.

Málið er bara að ég veit ekki hver þeirra er system fan og allar þrjár vifturnar eru í gangi.

Það er tengi á móðurborðinu sem er fyrir system fan, en ég finn hvergi kapal úr viftunum sem passar í það.