Góðan dag.

Nú langar mig að deila smá leiðindum sem ég er að lenda í með ykkur í von um góð ráð og hjálp.

Málið er að ég er að fá á skjáinn hjá mér auglýsingar sem ég kæri mig ekki um. Mér sýnist að sá sem stendur að þessum auglýsingum kynni þær með eftir farandi hætti: “A Revolutionary New piece of software that is set to change the face of internet marketing forever by utilizing an astonishing new advertising medium that is today being hailed as the most responsive advertising medium available worldwide!!” sbr. þessa vefsíðu http://adalert.has.it/ . Og hvernig virkar svo þessi “revolutionary software”? Jú hann “auto blastar” auglýsingunum á skjáinn hjá manni. Mér finnst þetta vera frekar ruddaleg leið í auglýsingamennsku því eins og þeir segja sjálfir þá er auglýsingin “delivered straight to your prospects computer screen above all open windows”. Þetta get ég staðfest því ég hef t.d. lent í því að vera spila UT2003 online þegar auglýsingin “auto blastast” á skjáinn hjá mér með þeim afleiðingum að hún ryður leiknum niður á taskbarið með ómældri truflun á spilamennskunni.

Nú virðist mér sem eingin forrit eða skrár fylgi þessu - þ.e. ekkert skrifast á harða diskinn hjá manni. Þessi skítur, pest eða hvað sem á að kalla þetta byggist bara á s.k. i.p. númerum. Það væri því óskandi ef einhver gæti sagt mér hvernig ég get síað þennan hrylling í burtu. Best væri náttúrulega ef einhver gæti gert “A Revolutionary New piece of virus” handa þessum óþverrum sem myndi auto blastast á harða diskinn hjá þeim og bræða úr honum.

Kveðja,