Ég fékk mér tölvu fyrir 2 vikum og hún tók upp á því að frjósa í fyrsta skipti sem ég setti Counter strike í gang. Þetta þykir mér frekar óvenjulegt því ég gerði allar varúðar ráðstafanir þegar ég setti hana saman, s.s. að snerta jörð og allt sem ég keypti var ósnert og innsiglað frá framleiðanda.

Það sem er mjög einkennilegt við þessa bilun er að hún á sér aðeins stað í þrívíddar leikjum svo sem Counter strike og Splinter Cell. Og þegar tölvan frýs þá gerist það ekki þannig að myndin stendur frosin á skjánum og hljóðkortið spilar síðustu sekúntuna af því sem það fékk, heldur gerist það að skjárinn verður svartur og hljóðið stoppar… og eitt enn, hljóðið í viftum og vinnslu tölvunnar róast og verður hljóðara.

Þetta gerist aldrei þegar ég er að horfa á DVD eða downloada af DC eða við nokkra aðra vinnslu svo sem 2D tölvuleiki eins og Heroes of Might and Magic.

Þau ráð sem ég hafði til að laga þetta var að ég skipti út helstu driverum svo sem skjákorts og hljóðs og uppfærði driverana fyrir chipsettið á móðurborðinu. En ekkert breyttist. Ég er með probe sem fylgist með hitanum á örgjörvanum og fleirru og allt er vel undir 40° svo allt á að vera í lagi sem tengist hitanum.

Ég er að brjálast og er alvarlega farinn að gruna að power supply-ið (300W) sé ekki að standast undir væntingum. Þetta er tölvan og ég er að velta því fyrir mér hvort þetta geti verið rétt hjá mér?



================================================================

Móðurborð: Asus P4C800 DELUXE Intel P4 875P Chipset 800FSB - DDR Dual-Channel PC3000 Socket 478 ATX Motherboard With AGP PRO 8X, 3Com Gigabit Lan, ASUS AI Intelligence, SATA, 1394, USB 2.0 and Multi-RAID

Örgjörvi: Intel Boxed Pentium P4 2.8 GHz 512k 800MHZ FSB Retail Box - Socket 478

Skjákort: PNY GeforceFX 5600 AGP 256MB DDR Video Card Retail Box

Vinnsluminni: 512MB 400MHz PC3200 - CAS 2.0- Copper Heat Spreader - Ultra Performance Chips

Harðadiskur: WD 120 GB 7200 RPM 8MB Buffer ATA 100 Hard Drive

Geisladrif: 16X IDE DVD-ROM 48X CD-ROM

Aflgjafi: 300W low noise power supply.

Aukahlutir: Aukavifta framan, aftan og á hliðinni á kassanum. 9“ neonljós og silfurkennt kælikrem á örgjörvann.

================================================================
<br><br><font color=”#FF0000">Not all women are fools. Some are single :)</font
Never take life seriously. Nobody gets out alive anyway.