Ég hef mikið verið að pæla í því þar sem vinir mínir hafa allir mællt með því að kaupa tölvu eða tölvu í pörtum erlendis. Ég hef farið á netið og skoðað alveg helling af tilboðum frá fyrirtækjum um tölvu sem ég myndi svo sjálfur setja saman (Hmmm)
Málið er að það sem flækir málið er upphafskostnaður,flutningskostnaður og tollurinn. Svo náttúrulega ef eitthvað fer til fjandans hvern á þá að taka til ábyrðar (ég einhverstaðar hérna á klakanum meðan kompaníið sem ég keypti frá segir mér bara að éta það sem úti frýs). Ef einhver hérna hefur gert þetta áður þá væri það alveg frábært að heyra þína reynslu af sona hlutum.

(note) Meikiði að haka við “láta vita þegar pósti er svarað” af því að ég fer alltof sjaldan á hugan