Daginn,

Fyrir nokkrum dögum rústaði ég hljóðkortinu á vélinni minni (held að það hafi verið sound blaster live). Fattaði aldrei afhverju það gerðist, en tölvan restartaðist snögglega og síðan þegar ég komst inní windowsið var hljóðkortið dottið út :(

Ég tengdi þá græjunar (er með tölvuna tengda í magnara sem er svo tengdur í hátalara) við innbyggða hljóðkortið á tölvunni og allt virkaði fínt.

En síðan í gærkvöldi slökkti ég á tölvunni (geri það svona ekkert of oft) og var með magnarann svona semi slökktann, hann er ekki í gangi en samt er smá rautt ljós á honum. Síðan þegar ég kveiki á henni í dag þá virkar ekki hljóðkortið sem er innbyggt heldur. Þannig að ég fór að pæla hvort þetta gæti eitthvað verið að ég þurfi að slökkva 100% á magnaranum áður en ég slekk/kveiki á tölvunni eða hvort það sé einhver eðlileg skýring á þessu.
<br><br>——
Kv. Steini
“Nei nei, það er í lagi með mig, ég er bara krónískt freðinn.” ;)

“Of course I'm home. I'm always home. I'm uncool.”
<i>//Lester Bangs - Almost Famous</i
Kv, Steini