Ég er hérna í smá vandræðum með tölvuna mína. Er með 1800 AMD Athlon örra sem hefur virkað fínt og 1gb DDR minni. En um daginn ákvað power supplyið mitt að klikka og ég fór og keypti mér nýtt.
Keypti 250 volta supply eins og gamla var en þetta nýja var víst sérgert fyrir pentium 4 örra. Maðurinn í búðinni sagði að það ætti alveg að virka með Athlon en tölvan virðist alls ekki vera að vinna á sama hraða og áður. Er hún t.d. u.þ.b. 5-10 sinnum lengur að starta sér. Engar ýkjur hérna. Nú ég var að pæla í hvort þetta gæti verið power supplyið, sérstaklega þar sem er sérstakt p4 örratengi sem kemur frá því sem ekki er notað. Ef einhver hérna veit hvað er að þá met ég alla hjálp ykkar mikils.