Jæja, ég dró mig svolítið í hlé eftir að tölvan mín komst í lag. Keypti mér 512mb ddr 333mhz kubb og allt var í lagi. Út af þessu ætla ég ekki að kaupa mér nýtt móbó í bili. Geri það líklega frekar þegar ég fæ mér nýjan örra. (1,67GHz núna).

En svo fór ég að pæla í því af hverju gamla minnið hafði grillast. Hvernig eiga allar bios stillingar að vera á minninu? Ég þekki voða lítið til þess þannig að ég veit ekki hvort ég er með e-a stillingu sem fer illa saman við minniskubbinn.

Annars vildi ég bara þakka þeim snillingum hér á huga sem hafa rétt mér hjálparhönd. Keep up the good work.

tack tack

–Tyrael Drekafluga–