Ég er að tengja adsl í windows ME í gamallri tölvu sem ég ætla að hafa Me í vegna þess að hún meikar ekki eitthvað nýrra.

Það eru tvo netkort í henni, annað realtek sem tengt er í Alcatel Speed touch home og síðan tengt í lítið grátt box sem stendur á alcatel 1000 sem að ég held að sé tengt af því að það er margra lína símkerfi þarna…. hitt er svo netkort með coax tengjum sem tengir hinar tölvurnar saman og prentarana.

Ég geri þetta eiginlega alveg eins og ég tengi mig heima hjá mér með sama módem en það er Xp. Og hef notað leiðbeiningarnar sem eru á símnet.is fyrir windows ME

********Vandamálið***********

Ég næ að tengjast en ekki neitt meira, ég næ engum vefsíðum, og er búinn að prófa að setja dns þjón símans inn ef það gæti verið vandamálið. Þegar ég reyni að pinga síður eins og visir.is og mbl.is þá kemur "tracing route to 133.233.213.123 eða eitthvað álíka, hún er tengd semsagt við netið og veit hvað ip tölurnar eru hjá þessum síðum en síðan koma engin ping reply?

Ef einhver heldur að þetta sé í sambandi við Chap security stillingar þá er það rangt, ef þær væru rangar þá gæti ég aldrei tengst adsl-inu hjá símnet.is

Þetta er stórfurðulegt vandamál og er alveg tómur í hausnum..

Fyrirfram þakki