Veit einhver hvernig er hægt að komast í gögn á hörðum diski eftir að hann hefur gefið upp öndina??

Málið er að ég restartaði tölvunni einn daginn og þá kom bara villa í ræsingunni sem var eitthvað á þessa leið, Error reading disk. ég restartaði aftur og þá kom sama villan, síðan í þriðja sinn þá kom NTLDR Missing. eftir það fann biosinn ekki diskinn og talvan í endalausu restarti, semsagt allt í steik. Ég prufaði að setja diskinn í aðra tölvu og hún fann diskinn en bauð mér bara upp á að format-a hann, sem er mjög skrítið því biosinn finnur ekki diskinn í minni tölvu

En það sem ég er að leita eftir er hvort að einhver viti um einhverja leið að komast í gögnin og bjarga því sem bjargað verður?

Mbkv.