Sælir

Það verða vonandi einhverjir snillingar sem eiga eftir að lesa þetta og geta hjálpað mér, en þetta verða þó að vera tölvusnillingar.

Málið er þannig að mig vantar aðstoð við að logga mig inná vefsíðu sem að ég er skráður meðlimur á (ekkert porno samt: ) Þar sem að ég er staddur í USA og verð hér í nokkrar vikur þá gengur ekki að skrá mig inn á síðuna, en ekkert mál frá Íslandi eða flest öllum löndum.

Síðan er semsagt lokuð fyrir USA. Er ekki e-ð sem að hægt er að gera til þess að fara framhjá þessu?? Mig vantar nauðsynlega að komast inn á þessa síðu úr fartölvunni minni. Ég er sjálfur enginn tölvusnillingur en ég er svona mellufær!!
Ég hef heyrt menn vera að tala um að skipta um proxy server - og hef ég reynt það en þeir sem að ég hef fundið á netinu eru allir frá USA hvort eð þannig að það hefur ekki gengið ennþá.

EN þetta er spurning um proxy eða IP adressu - eða hvað??

Please ef að einhver hefur hugmynd um hvað ég get gert - speak up!!!


Thanks,…