Sælir Hugaðir allir með tölu!

Ég ákvað að fara út í smá PSU mod, skipti um viftu ( setti eina Panaflo “L” tengda í viftustýringu). Hvað ætli gerist ef það er ekki nægilegt loftflæði þarna og PSU-ið steikist? Ætli allt klabberíið drepist þá bara?

Sjáum annars þegar ég vakna á morgun;)

Látið vita ef þið hafið einhverja hugmynd.
kv.
enypha