“… með því að auka t.d voltin …”
Ja … nei ekki beint.
Að yfirklukka er eins og heitið bendir til, að láta örgjörvann keyra á fleiri megariðum en hann á að gera. Þetta er gert með því að a.) Auka bus-hraðann og/eða b.) Breyta multipliernum.
Hraði örgjörva er nefnilega = (bus-hraði * multiplier). Hinsvegar eru flestir örgjörvar í dag læstir á multiplier, þannig að eina leiðin til að yfirklukka þá er að breyta bus-hraðanum, eða leggjast í það að aflæsa multipliernum sem er hægt á flestum örgjörvum, en ekki mjög auðvelt.
Hitt er svo annað mál að það að auka voltin eins og HasH sagði, er oft nauðsynlegt til þess að fá örgjörvann til að keyra á auknum hraða.