Vonandi hefur einhver hérna mögulega lausn á þessu vandamáli.

Rigginn.

AMD Athlon XP 1800
Soyo Dragon Ultra Black 333
512 HyperX Kingston CL2
2x 80GB 2mb IBM Raid stæða
Ati Radeon 9700 Pro (beint frá ATI)

Vandamálið er að í ákveðnum leikjum er frameratið ekki að skila sér alveg. T.d. í Counter-strike er ég að valta frá 50-100fps. Shadowbane keyrir í 43fps og þá er ég að keyra í venjulegum gæðum.

Í 3DMarkSE fæ ég aðeins um 12500 í Score.

Eins og er ég að keyra Catalyst 3.4(er búinn að prufa 2.4 , 3.1 , 3.2). Ég er búinn að breyta AGP size í bios frá 64-128-256.
Búinn að slökkva á Fast Write og búinn að taka allt AA af. Samt sem áður keyra þessir fyrrnefndu leikur langt undir 100fps jafnvel í 640x480 og 800x600 upplausn.
Svo ég gæti nokkurn veginn útilokað að þetta væri Windows XP þá lét ég inn uppá nýtt Windows XP SP1 og þetta vandamál er samt sem áður til staðar.

Allar mögulegar tillögur um hvað fleira ég get prófað væru vel þegnar(svo lengi sem þær eru ekki hálfvitavænar).

Líka þeir sem eru með 9700 Pro og eru með það virkandi á AMD setti ég væri þakklátur ef þið myndum segja hvernig tölvu þið eruð að keyra.