Sælir nördar!

Ég hérna, ætla að vera lati nördinn í dag. Ég fann ekki upplýsingar í fljótu bragði hve heitur þessi GPU má vera. Ég er með Sparkle GeForce4MX 440 4x AGP kort (frá Tölvuvirkni) og það er með svona smá helvítis viftu sem syngur hærra en Intel Örgjörvaviftan. Ég prufaði að taka litla kvikindið úr sambandi og setti lítinn BNC hitamæli á heatsinkið sem er þarna. Ég ákvað að hætta tilrauninni þegar hitinn steig upp í 38°, en hann er annars svona um 33-34 idle. Einhverjar hugmyndir af þessu, reynslu?

Bestu,
Jóhannes.