Ég er að fara að kaupa tölvuuppfærslu en ég er í smá vandræðum með aflgjafavalið. Mig langar að vita hvað allir eða flestir tölvuhlutir þurfa mikla orku, t.d. móðurborð, hljóðkort, skjákort, viftur, örgjörvar og allt þetta. Ég hef séð nokkrar tölur um þetta en þær voru mjög mismunandi.
Svona verður tölvan vonandi eftir uppfærsluna:

P4 2.4GHz
MSI 865P P4 Neo-LSR
2 stk. DDR 512MB 333
ATi Radeon 9500 PRO 128MB DDR
Sound Blaster LIVE! Player 5.1
Logitech MX-700 optical cordless mús
1 stk. 30 GB 2 harður diskur en fæ mér seinna 80 GB.
1 stk. floppy drif
1 stk. DVD drif
1 stk. CD-RW drif
svo á ég örugglega eftir að skella 1 eða 2 viftum þarna inní.

Ég var að velta fyrir mér að kaupa mér þennan kassa frá task.is:
Chieftec Dragon svartur medium tower m/ 360w PSU (TCK-ATX-TM-EJS) En ég veit ekki hvort að 360w er nóg fyrir þetta sem ég á eftir að vera með… þannig að ÉG ÞARF HJÁLP!