Vinur minn keypti tölvu í hugver um daginn og tók hann eftir innsigli límdu á turnkassann, sem myndi rofna ef kassinn yrði opnaður. Í ábyrgðarskirteininu stóð síðan að ábyrgð myndi renna út ef innsiglið væri rofið.
Því spyr ég er það eðlilegt að hugver ætlist til að gaurinn myndi aldrei þurfa að opna turnkassann á 2ja ára ábyrgðartímanum?? Hvað ef hann fengi sér ADSL spjald eða DVD skrifara… þyrfti hann að fara með vélina í hugver og láta þá sjá um að setja þetta upp…

Vitiði hvort fleiri fyrirtæki séu með svona innsigli á vélunum sem þeir selja?