Ok here it goes.
Ég er með win 2000pro og er í þvílíkum vandræðum með IRQið.
Málið er að talvan setur skjákortið,adsl modemið,hljóðið,usb tengin og netkortið allt á sama IRQ(irq 11 núna).
Það er nóg af lausum IRQ t.d. 10 - 7 - 4 og 3.
Ég hef reynt að gera breytingar í Bios, semsagt sett þessi device
á lausu IRQin, skjákortið á IRQ 7, modem á IRQ 4 o.s.f.v.
Skjákortið fer á IRQ 7 ásamt öllum hinum Deviceunum, allt draslið er komið á IRQ 7 og IRQ 11 er alveg laust.

Ég hef prófað að flytja kortin um pci raufarnar, það virkar ekki.
Ég hef prófað allar aðferðir í bios, ekkert virkar.
Í device manager er flipi sem heitir resorces og þar er að finna
change settings sem er til að breyta IRQ á hverju devicei.
Það er hakað í automatic settings og í þokkabót eru báðir möguleikarnir greyaðir út, get ekki breytt nokkrum sköpuðum hlut.

Er einhver leið til að fá þessa resorce möguleika virka (losna við að þeir séu greyaðir út)???
Eða er einhver önnur leið til að breyta IRQ???
Ég veit að það eru Jumpera á pci kortunum sem ákvarða hvaða IRQ kortið notar, og það er hægt að færa þá til. Ég vill helst ef að það er mögulegt að sleppa við að gera það.

Vona að e-r gáfaðri en ég sjái e-a lausn á þessu q:-)