Sammála, Linksys er málið held ég …
Fyrir c.a 3 vikum síðan keypti ég Linksys WP54G Accesspoint og netkort í Hugveri.  Þetta er 54mbps dæmi sem byggir á “draft G” staðlinum.  Ég tengdi access pointinn við switchinn, og voila, hann var kominn með IP-tölu.  Fór svo inná hann í gegnum Internet explorer og skoðaði uppsetninguna, setti upp WEP-key og mac-addressu filter sem þarf reyndar ekkert, en er mun öruggara.
Stakk svo þráðlausa netkortinu í PCMCIA slottið á lappanum, setti upp drivera og lappinn var samstundis tengdur.  Ég þurfti reyndar að gefa upp valid WEP-key af því að ég setti access pointinn upp þannig.  Þessi process tók kannski 5 mínútur og nú get ég verið hvar sem er í húsinu með lappann, jafnvel úti í garði :D.  Ekkert vandamál og virkar eins og í sögu, hraðinn bara mjög góður.
Ekki skemmir verðið fyrir, access pointinn og netkortið eru á c.a 23þús kall í Tölvuvirkni.