Sælir.

Ég var að aðstoða félaga minn með vél sem hann keypti nýverið í tölvulistanum. Planið var ss. að setja í hana geisladrifin og koma inn á hana stýrikerfi.

Eftir nokkrar tilraunir til að keyra inn á hana windows gáfumst við upp þar sem alltaf kom disk I/O error. Þegar ég svo var að skoða stillingar í BIOS tók hún upp á því að frjósa þar þannig að ekki þýddi annað en að slökkva á henni til að geta gert eitthvað.

Er ekki eitthvað meiriháttar að vél sem tekur upp á að frjósa í BIOS?