Það kannast eflaust allir við þetta vandamál

Þú kaupir tölvu, virkar fínt. Eftir nokkur ár hægist á henni, harði diskurinn fer að fyllast o.þ.h. Svo fer maður að hreinsa til og eyðir öllu sem er þér ekki dýrmætast. Samt eru 12-20 gb used á disknum og ef þú skoðar alla folderana og sérð hve mikið þeir innihalda þá nær sú tala aðeins nokkrum gb. Svo prófarðu ,,show hidden files,, og þá birtast endalaust af uppsöfnuðum einhverjum kerfisfælum eða eitthvað, ég veit það ekki.

Nú spyr ég. Tölvan virkaði vel í fyrstu. Maður er hræddur við að eyða einhverjum fælum sem maður þekkir ekki. Eflaust er þetta eitthvað sem styður forrit og skýrikerfi, en þið snillingar þarna úti. Er ekki hægt að eitthvað af þessu??? Vitiði hvaða leiðir má fara þegar maður er búnir með þessar hefðbundnu og hvar maður finnur auka fæla sem má eyða.

Þetta er MIKIÐ vandamál sem flestir berjast við án þess að ná oft ásættanlegum árangri.

Vonandi eruði með einhverjar sniðugar hugmyndi