verð til að deila þessu með ykkur!

núna áðan var ég í góðum fíling og ætlaði að fara að setja inn Diablo2 eftir langa pásu. og vegna tilkomi nýs plástrar 1.10 sem er vændanlegur.

jæja ég set install disk í og set á full install. nú þá biður tölvan um play disk. ég set play disk í og ýti á ok.

jæja Geisladrifið byrjar að ná upp snúning eins og venjulega. síðan bara þegar þetta var rétt byrjað að lesa. þá heyri ég þennan SVAKALEGA hvell koma frá geisladrifinu. ég álikta strax að diskurinn hafi bara smallast! ýti strax á takkan til að opna drifið en það opnast ekki.

þannig ég byrja á að slökka á tölvuni og ríf drifið úr. hristi það aðeins. og hljóðið sem kom!
jæja ég opna drifið og sé að diskurinn er í maski. og brotin eru út um allt. þurfti að nota töng til að losa eitt sem var fast á milli á einum stað. eftir að hreinsaði öll brotin og allt duftið! þá skrúfaði ég draslið aftur saman og VOLLA allt virkaði eins og það á að gera. prufaði að skrifa disk og það virkaði fínt!.

mér datt aldrei í augnablik að drifið myndi lifa þetta af en það gerði það! eina sem brotnaði í því var lítill plastkubbur sem gerir víst lítið.

þannig að 48x/24x/48x skrifari frá Samsung SW-248 er algjör massagræja!!! mæli sko með þessum !! og passið ykkur á gömlum Diablo2 diskum!