Ég var í vandræðum með tölvuna mína og postaði hjálparkork hérna um daginn. Loksins er ég búinn að fikta mig í gegn um vandann að einu leyti. Ég get semsagt núna náð í gögn sem ég vil halda og svoleiðis áður en ég formata. En þá kom gamalt vandamál, bara new and improved. Miklu meira bögg en áður.
Ég ætlaði í sakleysi mínu að færa Word og Exel skjölin mín yfir á floppydisk en um leið og floppydrifið fer að hreyfast fer tölvan í standby. Ég verð alltaf að ýta á takka til að halda henni vakandi. Hún les samt af floppyinu hnökralaust. Þetta kom stundum fyrir áður en tölvan fór í klessu en aldrei tengt neinu sérstöku.
Þannig að ég er nú að pikka skjölin, eitt og eitt í einu til að ná örugglega öllum. En mig langar að vita af hverju þetta er svona. Bilað Power supply? Bilað Floppydrif? Eða bara Win error?
Ég vona bara að þetta hætti eftir enduruppsetningu með Win XP.
Tölvan: Amd 2000XP, 256MB DDR,
80 GB Western Digital, 8GB no-name diskur,
MSI SiS 745 móbó, GeF Ti 4200
SB Live 5,1,
Win 98 (sem fær að fjúka sem fyrst)
tack tack
–Tyrael Drekafluga–
