Þannig er mál með vexti að ég var látin í það að finna tölvu handa aðila sem vill ekki eyða miklum peningum í nýja tölvu en vill kaupa notaða tölvu sem er ekki með skjá, lyklaborði eða mús.

Talvan á að vera á verðbilinu 30-40 þúsund alls ekki minna en p3 talva helst ekki AMD. Hún er þarf að vera með geislaskrifara, 128MB minni eða meira, hljóðkorti, skjákorti, módemi, hörðum diski og helst með usb 2 tengi.

Ég tek það fram að talvan þarf að vera stöðug, og ég skoða ekki tölvu sem er biluð.