Nú er kominn tími á gömlu vélina og ég hef hugsað mér að fara eftir eins og mánuð og versla í nýja til að setja saman.

Ég virðist kominn á fast með nánast allan búnað í henni nema viftur. Líklega versla ég mest af búnaðinum í Tölvulistanum, er þá bara málið að taka Coolermaster ofan á örgjörvan og sömuleiðis fyrir kassann?

Ég vil að sjálfsögðu fá viftur sem skila nægilegum afköstum og má stóla á, en ég er sömuleiðis orðinn þreyttur á hávaðanum í (illa kældu) gömlu vélinni minni, þannig að hávaði er líka mikilvægt atriði.

Athugasemdir, vísbendingar og tillögur vel þegnar.

Ég stefni á að setja AMD 2500+ Barton í vélina.<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>“Corolla er svokallaður bíll.” - bebecar</i><br><hr>
<a href="http://thisgeeksworld.blogspot.com">Nöldrið</a> mitt er nánast dautt, en ber samt að nálgast með opnum huga.