Ok, tölvan mín, yndisleg, er ekki að virka sem skyldi. Það er ekkert gaman að hafa góða vél með flott skjákort, hljóðkerfi og tilheyrandi ef maður getur ekki einu sinni farið í My Computer. Ég kveiki á henni og það tekur óeðlilega langan tíma. Í góða mínútu er eins og hún sé ekkert að gera. Ég kemst síðan, eins og lög gera ráð fyrir, inn á desktopið en þá er bannmerki yfir Volume Controlinu (og ekkert hljóð) og ég kemst ekki inn í neitt forrit. Start menu-inn virkar ekki einu sinni.

Ég veit ekki hvað er í gangi. hún varð bara hægvirkari og hægvirkari á svona 2 dögum og svo stoppaði bara allt.

Þess má geta að ég er, því miður, með Win98. Pure-and-Total-Crap Edition.

…hjálp?

–Tyrael Drekafluga–