Já ég leit yfir rifrildin hérna að ofan. Mikið um reiða krakka sé ég. Vondir krakkar sem vita betur. Svona kannski til að benda á augljósan hlut, þá fer maður ekki í Tölvulistan eða BT til að kaupa þjónustu. Þetta eru verslanir sem selja vörur og bjóða upp á afgreiðslu. Og eins og flestar svoleiðis verslanir sem eru með rafmagnsvörur þá bjóða þeir upp á verkstæði til að gera við bilaðar vörur. Og auðvitað er starfsfólkið ekki allt upp til hópa eins miklir snillingar eins og fólkið sem rífst hérna að ofan.
Ég persónulega versla ekki í BT nema nauðsyn krefji. Ástæðan…? Ég veit að ég er ekki að kaupa þjónustu. Og býst ekki við henni ef ég þarf á henni að halda frá þeim bænum.
Ég mæli því eindregið við ykkur tölvusnillingana að aðgreina þetta tvennt, vörur og þjónustu og spurðu þig síðan hvað það er sem þú ert að fara að kaupa.