Það er eitthvað í gangi í tölvunni hjá mér og ég veit ekki hvað það er.
Ég get ekki farið í nýja tölvuleiki því að þegar ég er kominn í gegnum myndböndin í byrjun leikja og main menuið í leikjum byrjar frýs alltaf tölvan eða það kemur blue screen.
Ég er búinn að ná í nýjasta driverinn fyrir skjákortið en samt heldur þetta áfram.
Þegar ég er t.d. í Tiger Woods 2003 leita leikurinn fyrst að “recommended graphic hardware settings” og þá dettur leikurinn út þannig að mig grunar að þetta tengist eitthvað skjálortinu.
Einhver með töfralausn?