Er nýgræðingur hér og vantar hjálp og álit ykkar með val á vélbúnaði í nokkuð góða tölvu, en samt á góðu verði.

Hér er það sem ég var að hugsa um:
AMD 2000XP, er mikill munur á þessum og t.d. AMD 2200XP?
Hef ekki neitt vit á móðurborðum, þannig að endilega segið mér hvað er best miðað við verð.
DDR 256MB (333)
80GB (8MB buffer), var að hugsa um Western digital
GF4 MX440 64MB, er betra að kaupa Radeon9000 64MB sem kostar 3000kr meira?
Hvaða kassi er bestur fyrir mig og hvar fæ ég hann?
Ég hef heyrt að DVD/skrifara combo bili mikið er það rétt? Skiptir annars máli hvaða tegund af DVD ég tek og hvaða skrifarar eru bestir?

Þetta var það sem ég var að hugsa um en svo rakst ég á auglýsingu frá tölvulistanum sem er svona:

Örgjörvi - 2000XP Amd Athlon (1.67GHz), 384k cache, Advanced 266MHz Bus
Örgjörvavifta - (DP5-7JD1B-0L) Low noice vifta (2750rpm) fyrir allt að 1.4GHz eða XP2600+, FC-PGA / SocketA
Móðurborð - K7N2GL 333FSB, ATA133, dual channel DDR400, 6xUSB2, 5xPCI, AGPx8,
Vinnsluminni - 512 mb DDR 333MHz PC2700 (dual Channel 2.stk 256MB DDR333)
Hljóðkort - Dolby Digital 5.1 hljóðkerfi innbyggt í nForce2 kubbasettið
Skjákort - Geforce 4 nForce 128MB dual channel DDR400, AGPx8 og TV-út tengi
Harðdiskur - 80 GB 7200rpm “Special Edition” með 8mb Buffer frá Western Digital (forsniðinn og tilbúinn)
Annað - Innbyggt 10/100 netkort, PC Cillin vírusvörn
Turn - Medium Tower Turn kassi 300W (Artemis) með 2 USB tengi við framhlið
USB2 - AGPx8 - 333FSB - Dual Channel DDR400 - ATA133 - 5.1 Channel Audio - Special Edicion harðdiskur
á 59900kr
Og spurningin er hvort það sé betri kostur fyrir mig en að setja saman sjálfur???

Með fyrirfram þökk
Algleymi



Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði!