Þar sem ég er starfsmaður í ónefndri tölvuverslun langaði mig aðeins að tjá mig um þetta væl alltaf í ykkur:
Flest allir sem ég hef lent í sem kvarta um þjónustu eru FREKIR og halda að þeir fái ÖLLU framgengt og fái BETRI þjónustu en allir aðrir, því þeir eru jú ÞEIR.
Þetta eru jú ekki allir, en þið verðið að vita að tölvubúðirnar eru ekki víðsvitandi að reyna svindla á ykkur.
Ég hef sjálfur verslað í haugan öllum tölvuverslunum og hef aldrei lent í “lélegri þjónustu”, því ég kynni mér hlutina vel SJÁLFUR áður en ég tala við sölumenn, sem vinna jú við það að punga útúr þér peninga, svo er málið bara rétt samskipti. Hafa allt á hreinu þegar þú kaupir vöruna.
Ef að óánægður kúnni labbar uppað mér og byrjar samræðurnar með því að hóta öllu illu langar engum að hjálpa þér! Einfalt mál.
Ef þú kemur og segir starfsfólkinu frá vandamálinu, skýrir hlutina vel út þá garentía ég það að þú færð betri þjónustu.
Ef sá starfsmaður er ekki að hjálpa þér (eða leiðinlegur/dónalegur?) þá skaltu bara byðja vinsamlegast um að fá að tala við verslunarstjóra, eða æðri menn en það.

Þurfti bara fá smá útrás fyrir þessu.