Ok, til að byrja með þá á ég tölvu:
AMD 2000 XP (1,67Ghz) örgjörvi sem gengur núna á 1250Mhz.
Lítið og sætt 745 Ultra, SiS 745 móðurborð.
512Mb DDR 333Mhz vinnsluminni.
SB Live! 5,1 ásamt Creative Inspire 5100 hátalarakerfi.
80Gb harður diskur, annar 8Gb diskur sem keyrir stýrikerfið
(win-DOH!-s 98).

Ég veit ekki hvort þessar upplýsingar koma að gagni en í þessa tölvu keypti ég svo GeForce 4 Ti4200-TD8X sem er hreinlega að leika sér að UT2003 og Unreal 2 (er ekki enn farinn að prófa neitt annað sem gæti reynt á það).

Og þá er það vandamálið. Ég komst að því í gær, mér til mikillar skelfingar, að ég hef verið að nota kortið í tvo daga og viftan á því snýst ekki!! Ég er bara feginn að ég tók eftir þessu í tæka tíð.

En hvað get ég gert? Hvern fjandann á það að þýða að viftan snúist ekki. Þetta er monster kort sem þarf kælingu, viftan er eins og á bílvél, en hvar liggur vandinn? Verð ég kannski að fá mér móðurborð með AGPx8?

tack tack

–Tyrael Drekafluga–