Vill svo til að þú sért nokkrum árum á eftir í tölvugeiranum og þú viljir ná smá forskoti á alla hina í afritunartöku, þá er ég með réttu lausnina fyrir þig. Um er að ræða Octet Station þ.e.a.s. Hard Disk Duplication græja. Tökum dæmi, þú átt 8 tóma harða diska og þú vilt gera öryggisafrit af þínum verðmætustu gögnum, þá einfaldlega smelliru gagnadiskinum ásamt þessum 8 tómu diskum í samband við octet stöðina og lætur hana um restina, hún einfaldlega speglar gögnin af diskun inn á þessa átta diska sem þú hafðir ekkert við að gera. Eins og þessi græja er nauðsynleg á öll heimili á íslandi einkum fyrir þessa húsbónda sem eru hræddir um að missa sínar dýrmætu “fjölskyldumyndir” (þetta á líka við smápolla á aldrinum 10 - 16 ára). Að lokinni aðgerðinni ertu komið með 8 afrit af umræddum “fjölskyldumyndum” og líkurnar á að þú missir gögni samkvæmt mínum útreikningum eru 1 á móti 10 í fimmtugasta og sjötta veldi, semsagt mjög litlar. Vissar hömlur eru hinsvegar á þessum búnaði þ.e. að diskstærðir geta einungis farið upp í 30 GB og það styður aðeins FAT16 og FAT32.

Tape stöðvar eru fyrir Usamah Bin Ladin

Selst hæstbjóðanda, boðið byrjar í kók og prins.