Ég var að tengja 2 LCD skjái um daginn. Á annari vélinni gekk þetta eins og í sögu og skjárinn keyrði bæði á plug and play driver og líka á drivernum sem fylgdi með á geisladisk. Hinn skjárinn virkar ekki á vélinni sem hann á að vera tengdur nema ég fari inn í win2000 í VGA mode. Ég setti upp driverinn og restartaði vélinni þá kemur mynd á skjáinn sem sýnir að windows2000 sé að keyra sig upp (Þið vitið, svona taskbar) en um leið og hún fer inn í windows þá fæ ég svartan skjá og signal ljósið á skjánum blikkar. Ef ég set þennan skjá á nákvæmlega eins vél hjá öðrum notanda þá virkar hann eins og í sögu. Hvað er í gangi? Getur einhver frætt mig um það ?
___________________________________________________