Sælir,

Ég er að öllum líkindum að fara að fá nýjan HP-laptop sem er með ATI Radeon skjástýringu með 32 mb DDR minni.

Ég er að velta fyrir mér bara hversu öflugt þetta dót er …. getur einhver frætt mig um það? Hvað þetta jafnast á við, t.d Geforce 4 GO frá NVidea eða hvað?

Ég er svolítið forvitinn að fá að vita hvort ég komi til með að geta spilað einhverja 3d leiki á þessari græju eða ekki.

Öll comment vel þegin.