Eftir að hafa þrjóstkast lengi við að finna sjálfur lausn á vandamáli mínu hef ég ákveðið að leita að hjálp :)
Í stuttu máli er tv-out í tölvunni skyndilega svarthvítt (virkaði fínt áður).

Ég er með Microstar Geforce4 ti4200 skjákort með tv-out, tengið er ekki svhs heldur held ég að það heiti composite video. Það virkaði allt mjög vel þar til skyndilega fór það að sýna svarthvítt, ég prufaði allar PAL stillingarnar (NTFS reyndar líka) en ekkert virkaði. Prufaði líka allar stillingar á sjónvarpinu (Sharp 70ES-04SN) sem ég fann en ekkert virkaði. Ég er búinn að prufa að installa nýjustu detonator driverana, nýjustu microstar driverana og líka eldri drivera sem ég hafði þegar þetta virkaði allt saman. Búinn að skipta um snúrur, reyndar virðist composite snúran hvergi vera til en þeir hjá radíóbæ mældu mína og virtist ekkert vera að. Þá var ég farinn að halda að skjákortið væri bilað en prufaði svo að tengja þetta í gegnum videotæki og þá kom þetta fínt í lit, þar til ég setti DVD mynd í…þá fór allt í rugl og kom blár skjár á sjónvarpið.

Er einhver snillingur sem veit lausn á þessu?