Sæl, eftir að einn IBM harður diskur hjá mér dó, þá var ég svo “heppinn” að geta fengið nýjan mér að kostnaðarlausu, en þessi var 40 gigabætum stærri. Þannig að ég á núna 80 gig IBM IC35L080AVVA07-0. Þegar ég fékk hann í hendurnar spurði ég hvort ég gæti ekki fengið aðra gerð, en þeir sögðu nei. Þannig að ég sagði bara að ég myndi koma bara aftur “ÞEGAR” hann hrynur líka. En núna hef ég orðið var við eitthvað sem veldur mér óþægindum og það kemur akkúrat úr þessum disk, ég er búinn að einangra hljóðið og þetta er mjög truflandi suð. Það heyrist meira í því en í viftunni minni, og þegar ég slekk á tölvunni og keyri hana upp að þá byrjar þetta eins og flugvél sé að undirbúa flugtak. :p Ég vildi bara vita hvort einhverjir aðrir hafa orðið varir við þetta hjá sínum HD og hvort þetta sé eitthvað mér að kenna og hvort að ég gæti lagað þetta. Takk fyrir að lesa, endilega komið með svör.

Zechron