Fyrir rúmlega viku voru einhver vandræði hjá mér að tengjast þráðlausa netinu með PCI netkorti sem er í fartölvunni minni. Næst þegar ég kveikti á henni var svo driverinn fyrir netkortið svo einhvern vegin dotinn út og upp kom “new hardware found” og svo nafn á allt öðru korti en það sem ég var með driver installaðan fyrir. Þetta nýja nafn á kortinu get ég svo ekki fundið driver fyrir og get ekki fengið til þess að virka.

Getur verið að ég hafi verið með vitlausan driver í gangi í allan þennan tíma sem svo allt í einu hætti að virka (3 mánuðir). Hvernig get ég fundið lausn á svona vandamáli, ég er búinn að reyna allt sem ég kann (sem er takmarkað, en þó búinn að laga allar stillingar sem ég kann á og þori að fikta í).

btw ég er með WIndows XP home og netkortið er XI-300 Vigor sem tölvan vill núna kalla Waredess_DAF'PC_card