Hver kannast ekki við að eiga tölvu sem farinn er að eldast aðeins og tugir forrita hafa hlaðist inn með tímanum sem þú veist ekki um og starta sér í hvert einasta skipti sem þú ræsir tölvuna þótt að þau séu ekki sjáanleg í startup. Þú sérð þau í task manager (ctrl+alt+delete) en ef þú slekkur á þeim þar þá koma þau bara jafnóðum næst þegar þú ræsir vélina.

Loksins hef ég fundið lítið og þægilegt forrit sem leysir þetta vandamál. Forritið nefnist Start Cop og er held ég aðeins fáanlegt á heimasíðu PC Magazine (www.pcmag.com). Þarna geturðu með auðveldum hætti séð öll þessi litlu óþarfa forrit án fyrirhafnar og gert þau enable/disable/delete þ.e.a.d. gert þau óvirk eða eytt þeim. Þetta svínvirkar og forritið er ekki nema um 800 kb svo að þetta tekur enga stund. Þið þurfið reynda að skrá ykkur en þetta er þess virði

slóð: http://www.pcmag.com/article2/0,4149,2173,00.asp