Jæja þá er maður að fara kaupa sér tölvu í annað skiptið.

Þar sem gamla dósin er orðin frekar slöpp þá ætla ég ekkert að flikka uppá hana.

Ég var að pæla í því hvernig vélbúnað ég ætti að kaupa mér.. þannig að ég fór á computer.is og reyndi að smella saman einhverju skemmtilegu.. jæja here goes

MÓÐURBORÐ - ASUS P4T533R Raid, Pentium 4, 533/400 MHz FSB, AGP, 6 PCI raufar, 6 USB, PC1066 hraðvirkasta móðurborðið sem ég fann

ÖRGJÖRVI - Intel P4 2.80 GHz 533 MHz brautarhraði, 478 pinna og 512k flýtiminni Hraðvirkasti örrinn sem ég fann á computer.is

VINNSLUMINNI - Rambus RDRAM 1024 MB 533 MHz PC-1066 (veit ekki hvort að hægt sé að fá 1 GB RDram kubb.. en er ekki best að hafa bara einn :)

Svo væri gaman að vera með 19 eða 21 tommu skjá en ætli það komi bara ekki í ljós í sambandi við verð og svona.

Endilega bendið á aðra hluti sem ykkur finnst að ég ætti að versla. Hljóðkort, skjákort, Harða diska og fleira mikilvægt.
<br><br>—————————–
þú getur ekki neitað því að Justy eru kúl bílar…