Ég er staddur núna hjá mömmu minni að reyna að laga Compaq Presario vélina hennar sem hún keypti vorið 2000.

Vindós er í klessu ásamt öllum hugbúnði.. þannig að ég tók öll gögn og formattaði svo vélina til að setja Win2k á hana.

Neibb…. engir dræverar til fyrir þessa týpu (Presario 5060) því að hún er aðeins hönnuð fyrir Windows98!??! (keypt 2000)

Þar sem Win2k fann ekki helminginn af onboard dótinu.. þar á meðal USBportum, parallelportið og hljóðkortið … þá mausaði ég það til.

en það eina sem ég á eftir að gera er að reyna að redda hljóðkortinu. Auðveldast væri náttla að redda einhverju PCI korti en það er allt eins fullt og það getur orðið.

Þetta er ES1869 gaur…. er hægt að mausa eitthvað til ??