Ég var að fá mér sjónvarpskort (STB) en það fylgdi ekkert
forrit með því þannig að ég fór á netið og leitaði að
einhverju gáfulegu… ég fann eitt forrit sem heitir
Power VCR II en þegar ég setti það upp voru allar stöðvarnar
í svart-hvítu. Veit einhver afhverju þetta gæti stafað?
og getur einhver bent mér á almennilegt svona tv-forrit.
Ég er líka með borgTV en það krassar bara tölvunni og líka
með K!TV XP en þar finn ég hreinlega ekki neinar stöðvar,
ef einhver kann á K!TV þá má hann endilega hjálpa mér.

Kveðja
-Gústi-