Vandræði hjá AMD?

Eins og flest(ir? :) ykkar hafa væntanlega tekið eftir þá er AMD að gefa eftir í baráttunni við Intel. Síðasta sumar þá voru bestu örgjörvar AMD betri en bestu örgjörvar Intel en það er ekki raunin lengur. Þótt að örgjörvar AMD afkasti meira per megahertz þá hefur Intel einfaldlega yfir betri örgjörvahönnun að ráða eins og er, ég hef heyrt að P4 geti “scalað” alveg upp í 10+ghz, á meðan Athlon er alveg að syngja sitt síðasta, og næstu kynslóðar örgjörvarnir hjá AMD virðast vera fastir á útgáfudegi eftir hálft til eitt ár, í staðin fyrir einhvern ákveðin dag.

Ekki til að laga stöðuna þá á AMD greinilega í framleiðsluvandamálum að stríða. Þeir “gáfu út”(pappírsrelease) Tbred(rev b) 2400+ og 2600+ í endan á ágúst/byrjun september. Bara svo ég taki klakann sem dæmi þá er hvergi hægt að fá þessa örgjörva eins og er hérna. Í útlandinu er alveg sömu sögu að segja, enginn á pricewatch með 2600+ og innan við 10 með 2400+ í preorder, enginn til sölu.. Þótt AMD geti ekki einu sinni næstum því annað eftirspurn á þessum örgjörvum ákvað það að “gefa út” 333mhz xp2800+ líka í byrjun októbermánaðar. Að viðbúnu höfum við ekki séð einn einasta xp2800+ örgjörva til sölu ennþá, og ég hef heldur ekki einu sinni séð reviews fyrir þá.

Fjárhagsstaða AMD er ekkert til að hrópa húrra yfir, þeir skulda um tvo milljarða dollara, á meðan Intel er að ganga frekar vel, þótt ég sé ekki með skuldatölur þeirra(ef einhverjar þeas) við höndina. Það sem Intel gæti gert núna og á næstu mánuðum er að ekki að hætta að framleiða 1.8A örgjörvana(það ætti að vera hætt að framleiða þessa örgjörva ef við lítum á forsögu Intel) heldur halda áfram að framleiða þá og selja þá á svona $40 eða svo, sure, Intel mundi tapa á því en þeir mundu ekki tapa næstum því jafn mikið og þeir mundi láta AMD tapa með þessu. Ég vitna í Ed Stroligo, “This isn't a “hurt AMD move.” No, $40 PIV prices mean Mortal Kombat, and it's a “finish him” move.”

Ég las um undur og stórmerki á www.overclockers.com í fyrradag, þeir heyrðu um mann sem hafði orðið sér úti um 2400xp, ekki nóg með það heldur varð að forsíðufrétt, hvílík var undrunin. Eitt sem var áhugavert við þessa örgjörva var að framleiðsluvikan var vika 39, en í dag er vika 40, sem þýðir að örgjörvinn var framleiddur og kominn TIL kaupanda viku seinna. Það finnst mér ansi fljótt, eins og þeir séu að rusha þeim virkilega hratt út. Einnig heyrðist að 2800xp örgjörvinn ætti að verða “limited edition” örgjörvi, vitna í overclockers.com: “look here and you have an AMD salesperson telling an OEM making high-end CAD machines that the XP2800+ is going to have a “very limited production run” which has been sold out, so go away and we'll tell you when Barton is ready.”

Ég vil bara taka það fram að ég er ekki Anti-AMD maður, hef ekkert á móti þeim og notaði Tbird 1400 í rúmlega ár þangað til í sumar og hef ekkert vont upp á AMD að segja. En ég er heldur ekki die hard AMD fan og ég veit hvenær ég á að flýja sökkvandi skip…

-Bjarni

Greinar á www.overclockers.com notaðar til heimilda
“I refuse to have a battle of wits with an unarmed person”