Málið er nú bara þannig að ég keypti 80 GB harðan disk á opnunartilboði tölvulistans á Akureyri og hélt ég að ég hefði nú aldeilis gert góð kaup. En nei.. þegar að ég setti diskinn í tölvuna þá heyrðist bara einhver helvítis hávaði í honum, eins og einhver væri að reyna að spila á píanó með lyftara..
Ég fer niðreftir og fæ nýjan í staðin. Hann er settur í og virkar líka þetta glimrandi vel.. 8 mb buffer og ég í alsælu. Ég nota hann í sona mánuð þangað til að ég fæ mér ADSL 1.5 tengingu og downloada eins og vitlaus maður og treysti því náttla að það sé í lagi að vera með kveikt á tölvunni daga og nætur því að ég er með mjög svo gott kælisystem.. 4 viftur sem að vinna eins og grjótmulningsvélar.. Þegar að ég svo vakna í morgun og ætla að skoða hvaða yndislegu bíómyndir ég hafði fengið um nóttina þá er kominn upp einhver svaðalegur error sem segir að ég VERÐI að restarta tölvunni.. Ég geri svo og leyfi henni aðeins að hvíla sig eftir 4 sólahringa stanslaust púl. Þegar að ég ætla svo loksins að kveikja á henni aftur kemur kunnulegt hljóð sem að minnir mig á fyrri diskinn sem að ég keypti.. ég ríf hann úr og þá er bara komið stórt brunagat neðan á hann!!! Ég fer í búðina og þar segja þeir mér að hann sé ónýtur og að ég fái bara nýjan disk.. Ég vil nú helst að gögnunum mínum verði bjargar en þeir segja að það muni kosta um 2 tíma á verkstæði eða 11 þúsund kr!!!!!!!!
Núna veit ég ekkert hvað ég á að gera og líður eiginlega alveg hundilla út af öllum gögnunum sem að eru inná disknum..
Langaði bara að segja fólki frá þessu og hugsa sig um áður en það fer að kaupa sér tölvuvörur..