Ég ættla að segja ykkur frá svolittlum hlut sem er hrein snilld !

Og það er Fluorescent Multilayer Disc en það er ný tegund diska sem geta geymt meira en 140 GB ! En sú tærasta snilld, ekki satt ? Diskarnir geta geymt 30 falt magn upplýsinga DVD diska, sem fær mann auðivitað að hætta við DVD spilarann sem maður ættlaði alltaf að fá sér.

Tækni Fluorescent Multilayer Disc'ana lýsir sér þannig að upplýsingarnar eru geymdar á mörgum lögum [enda heitir diskurinn multilayer Disk] en á CD-Rom diskumm eru upplýsingarnar aðeins geymdar á einu lagi og á DVD tveimur lögum, vegna þess að hinn venjulegi laser sem er notaður við að lesa CD-Rom og DVD diska nær ekki fyrir neðan annað lagið. Fluorescent Multilayer Disc er því gegnsær og notast við sjálflýsandi (fluorescent) efni.

Þaðe er auðvitað frábært að svona tækni hafi verð fundin upp því að með diskum sem geta geymt svona mikil gögn er hægt að hafa enn meiri gæði í kvikmyndum. Kvikmyndir í mjög hárri upplausn þurfa um 20 GB en það er langt yfir því sem hægt er að geyma á venjulegum DVD-diski, því skalt þú fara búast við myndum með margföld gæði DVD.

Þú hugsar örugglega eitthvað í þessa átt: “þessi tækni verður ekki komin í gangið fyrir eftir en að minsta kosti 5 ár.”

Nei það er ekki rétt, því að þetta er komið í gangið ! Jamm, það er hægt að kaupa svona diska í dag, en samt ekki til skrifunar það verður ekki fyrr enn seinna.

Ef þú ert að pæla í DVD spilara mæli ég með að þú sleppir því bara, því að þetta er mun betra en DVD :)
Mortal men doomed to die!