Sælir veri Hugarar (Hugaðir?)

Núna er prentarinn alveg að gera mig brjálaðan. Græjan er Epson Stylus Color 680, ca. eins og hálfsársgamall.

Fyrstu mánuðina var allt í góðu fyrir utan kannski að mér finnst þessir prentarar allt of hávaðasamir miðað við stærð (jaðrar við að geta kallast power-to-noise convertor). Prentarinn prentar líka mjög góðar ljósmyndir, fínir litir og há upplausn.

Það er eiginlega ekkert hægt að kvarta yfir prentgæðunum heldur virðast öll vandamálin við prentarann vera “mekkanísk”.

Fyrsta atriði er ég búinn að nefna, hávaðinn. Þegar maður kveikir á græjunni byrjar hann á hrikalegum látum og háum skrækjum sem mér var sagt að væri eðlilegt svo ég lét þetta ekki angra mig mikið þar sem prentarinn er ekki mjög mikið notaður. Eins er tiltölulega mikill hávaði við prentun og læti í prenthausnum, t.d. verður prentarinn að standa mjög stöðugri undirstöðu svo allt fari ekki á fleygiferð.

Annað atriðið er að prentarinn er frekar “pikkí” á ljósmyndapappír þar sem sumar tegundir af pappír eiga það til að fá tannhjólaför á prenthliðina. Þetta virðist greinilega vera tengt búnaðinum grípur og dregur pappírinn í gegnum prentarann en samt ekkert sem hægt er að laga með stillingum.

Svo er það núna þriðja atriðið sem olli því að ég skrifa hér. Prentarinn hefur í seinni tíð verið nokkuð erfiður við að grípa pappír úr feedernum og á það til að grípa bunka af pappír og festast og fara í flækju. Ég þori varla að prenta nema einblöðunga út nema standa yfir prentaranum og mata hann af einu og einu blaði enda vitað mál að hann fer í flækju eftir 2-3 blöð.

Nú hef ég eitthvað notað af HP prenturum (t.d. 970 ef ég man rétt) og þeir eru mjög hljóðlátir og prenta í þrælfínum gæðum.

Það sem mig langar að vita er hvernig prentara fólk hérna á og hvernig hafa þeir reynst? Ætli það borgi sig að setja prentarann í mögulega rándýra viðgerð eða ætti maður að skipta yfir í t.d. HP. Endilega segið frá prentarareynslu ykkar!