Ég var að velta fyrir mér hvort einhverjir hér hafi lennt í að IBM harðir diskar séu að hrynja hjá þeim. ég var með tvo 45 gig IBM diska strípaða saman í raid 0, sem gefur betri hraða og performance. og lennti í að annar þeirra hreinlega dó.

ég hef tekið eftir að IBM diskarnir hjá mér hitna geðveikt ef mikið gengur á í tölvuni. og hef sett viftur hjá þeim til að reyna klæla þá.

nú á ég tvo kuningja sem eru að vinna við tölvur, annar við að vinna við tölvur. hinn í notenda aðstoð. og báðir segja þeir að IBM diskarnir séu að hrynja hjá fleirum. hvað segi þið um þetta mál ?