Jæja þá er komið að því að senda inn grein, og þar sem ég sit hérna á brókinni og get ekki annað í 29°C-33°C hita í Þessalonikuborg er viðfangið auðvitað hiti. En ekki hitinn sem lætur svitann renna af mér í stríðum straumum heldur hitinn á örgjörvanum og kubbasettinu í tölvunni minni. Þar sem lofthiti fer hér oft uppí 35°C er ég auðvitað á varðbergi gagnvart ofhitnun og er með klístrað (Artic Silver II) við örgjörvann koparkæli (Thermalright SK6) og á hann setti ég nýlega 80m/m 3350 sn, viftu sem er hljóðlát og með minnkun sem hentar SK-6 er það sem ég gat fengið hér um slóðir. Þetta risavaxna fyrirbæri situr á AMD 1400MHz örgjörva. Nú er komið að því að athuga hitastigið á öllu, þá er endurræst og hoppað inn í BIOS og opnað PC health þar koma í ljós váleg tíðindi hiti á örgjörva er 50°C og system 35°C, ég sem hélt að ég væri með minnsta kosti nokkurn veginn það næst-besta sem til væri! En best er nú að trúa ekki öllu sem maður les án þess að leita að staðfestingu svo ég ræsi SiSoft Sandra og aðgæti hitann á örgjörva og kubbasetti. Örgjörvinn segir Sandra mér er 36,6°C heitur og kubbasettið AMD 760 25°C heitt, og það sem mér finnst grunsamlegt er að hitastig á straumgjafa er 50°C Þetta fannst mér ekki trúverðugt þar sem lofthitinn er 30°C, svo ég fór inná vefinn og hlóð niður Motherboard Monitor 5 allra nýjustu útgáfu. Þar kom í ljós að MBM er bara næstum sammála Söndru hiti á örgjörva mælist 35°C og kubbasettið 25°C en engar upplýsingar að hafa um straumgjafann. Nú er komið að því að velta spurningunni til ykkar Hugaðir og aðrir, hvaða mæling finnst ykkur trúverðug, er BIOS mælingin rétt og forritin bæði að lesa af röngum skynjurum þ.e. 50° sem Sandra segir að sé hiti á straumgjafa sé í raun hiti á örgjörva og þ.a.l. hitinn sem á að vera á örgjörva sé hiti á kubbasettinu. Og ef svo er hvaðan kemur þessi álestur 25°C sem bæði forritin lesa af kubbasetts-nemanum, það er svo furðulegt því lofthitinn er 30°C hér hjá mér og engar aðrar kæligræjur til staðar nema tvær 80m/m kassaviftur sem auka loftflæði í kassanum. Einhverjar hugmyndir einhver?
Methyl