Bandarískir afþreyingarmiðlar hafa undanfarna daga verið að velta því fyrir sér hvort upplag Sony af Playstation 2 leikjatölvunum sé nóg til að anna eftirspurn. Samkvæmt CNN höfðu framleiðendur þessa vinsælu tölvu ekki gert sér grein fyrir þessu mikla flóði af kaupendum fyrstu daga eftir að vélin var sett á almennan markað í Bandaríkjunum.
Eftirspurnin hefur verið það mikil að söluaðilar eru farnir að okra verulega á uppgefnu listaverði, sem er 299$. Heyrst hafa tölur á bilinu 500-900$. Einnig hefur frést af kaupendum sem hamstra tækin hjá dreifingaraðilum og setja svo á sölu á netinu, oftast á uppboðsmarkaði þar sem menn eru að yfirbjóða hvorn annan. Þar hafa tölur verið á bilinu 1000-1400$.
Ljóst er að takmarkaður fjöldi unglinga munu njóta PS2 yfir jólin ef eftirspurnin fer ekki minnkandi. Ekki er búist við því enn sem komið er því fjöldi PS1 í Bandaríkjunum er í kringum 25 milljónir. Og Sony sem áætluðu að selja um 3 milljónir leikjavéla milli octóber og mars eru vonlitlir um að ná fleiri vélum úr framleiðslu á þessum tíma.

Jólagjöfin í ár verður allavega ekki PS2 ef þetta er raunin.

Dreitill
Dreitill Dropason esq.