Prestur nokkur hafði oft velt því fyrir sér hvers kyns tölvur væru. Til þess að fá svar við þessari spurningu
setti hann upp tvo hópa tölvusénía. Annar hópurinn samanstóð af konum, en hinn hópurinn af karlmönnum. Hvor hópurinn um sig átti að ákvarða hvort tölvur ætti að kalla karkyns eða kvenkyns. Hver hópur átti að gefa upp 4 ástæður fyrir niðurstöðum sínum.

Kvenna­hópurinn sagði að tölvur væru karlkyns vegna:

1. Til að ná athygli þeirra þyrfti að kveikja á þeim (turn them on).

2. Þær hafa mikið af gögnum, en vita samt lítið.

3. Þær eiga að hjálpa manni að leysa vandamál en þær eru oft vandamálið.

4. Um leið og þú skuldbindur þig einni, gerir þú þér grein fyrir að ef þú hefðir beðið aðeins lengur hefðir
þú getað fengið þér nýrra módel.

Karlahópurinn sagði að tölvur væru kvenkyns vegna:

1. Enginn nema höfundurinn skyldi innvortis rökfræði þeirra.

2. Hið frumstæða tungumál sem þær nota til að hafa samskipti við aðrar tölvur er óskiljanlegt öllum
öðrum.

3. Jafnvel þín smæstu mistök eru geymd í langtíma minni hennar til að geta nálgast seinna.

4. Um leið og þú skuldbindur þig einni þá ertu farin að eyða drjúgum hluta tekna þinna í ýmsan
aukabúnað.