Það getur verið gaman að fá sér stærri disk í tölvuna en vesen að setja upp allt draslið aftur. Hér er aðferð til þess að afrita gamla diskinn yfir á þann nýja
Aftengdu C drifið, tengdu nýja drifið sem MASTER.
Keyrðu FDISK og búðu til partition. Gerðu Partition 1 virka
Tengdu Gamla C drifið sem MASTER á Primary, og nýja drifið sem D (master á secondary eða slave á primary)
Ræstu vélina og þegar Windows er komið upp smelltu á START-RUN og skrifaðu “XCOPY32.EXE /c/h/e/k C:*.* D:” sleppa gæsalöppum. Ýttu svo á OK
Þetta afritar öll gögn af disknum og heldur utan um löng skráarnöfn.
Nú getur þú slökkt á vélinni og sett nýja diskinn sem C