Hvur andskotinn... En sú martröð, en það vesen :(

Sagan byrjar fyrir rúmum mánuði síðan…

Ég var orðinn rúmlega þreittur á “gamla” Abit KT7A móðurborðinu mínu og eilífu böggi með enn eldra GeForce 256 DDR skjákortið. Þetta var alltaf sífrjósandi, sama hvaða drivera og dót maður setti inn í vélina.
Ég ákvað að leysa málið og skundaði út í búð og fjárfesti í ATI Radeon 8500 64MB skjákorti. Þegar upp í vinnu var komið þá skellti ég kortinu í vélina en ekkert gerðist, ekki einusinni ljós á skjáinn. Ég tengdi speakerinn og tékkaði á píp kóðanun -skjákorts error. Var kortið bilað? Setti gamla í aftur og allt í fína. Prófaði nýja kortið í annari vél og þar kom líka þessi fína mynd. Jæja skjákortið í lagi. Ég uppfærði BIOS, prófaði allar hugsanlegu stillingar í BIOS-num en ekkert gekk. Saltaði málið.

Nokkrum dögum síðar ákvað ég að fá mér nýtt móðurborð svo maður gæti nú notað þetta fína skjákort. Skoðaði mikið og spáði og ákvað að testa borð með ALI kubbasetti, ASUS A7A. Ákvað að sleppa RAID en fá mér frekar alvöru PCI raid kort svo það væri hægt að flytja diskana auðveldara á milli véla ef þarf. Skellti þessu saman á met tíma og allt virkaði 100%. Windows stöðugra en nokkru sinni. Eitt vandamál var að fína eðal hardware encode mpeg capture kortið virkaði ekki. vélin postaði ekki. Fór á stúfana og fann út að einmitt þetta móðurborð virkaði ekki með þessu korti :( Spáði ekki meira í það og setti kortið aftur í “hina” vélina.

Svo um daginn fór að bera á truflunum og línum á skjánum. Ég uppfærði drivera, BIOS, og allt sem mér datt í hug. Prófaði allar stillingar, upplausnir og tíðnir. Gafst upp og prófaði að setja upp Win2000, en sömu leiðindi þar. Setti XP aftur upp og aftur komu errorin. Gafst aftur upp, skellti gamla GeForce kortinu í og fór með hitt í viðgerð. Eftir nokkra daga hafði ég samband en þeir höfðu ekkert fundið að kortinu. Damn…getur verið að nýja fína móðurborðið virki ekki með Radeon kortinu?

Sama dag ákvað ég að vera flottur á því og ákvað að splæsa í nýju móðurborði svo maður gæti nú farið að editera video á fullu, og auðvitað notað Radeon kortið. Valið var einfalt, ASUS A7V333 með öllu (nema raid). Uninstallaði öllum viðkomandi driverum, ALI dóti og slökkti svo. Setti nýjasta borðið í ásamt nýjum XP2000 örgjörva, fokking 9000 kall kælingu út Glæpalistanum, DDR minni og allt “gamla” dótið. Eftir 20 restart komst vélin loks heilu og höldnu í Windowsið eftir að hafa sett milljón drivera og dót upp. Svo var þetta venjulega gert, VIA driverar, Radeon driverar, en þá byrjaði fyrst fjörið. Í einu restartinu heyrðist óhugnarlegt hljóð úr öðru RAID drifana (IBM by the way). Reyndi nokkrum sinnum en ekkert gekk. Fór að hugsa: Hvað er á diskunum? Allt download og movies er á öðrum diski -léttir. En öll My Documents mappan, 2GB af dóti og ekkert afrit síðan fyrir nokkrum vikum :( Og svo eins og átta Eudora uppsetningar, öll e-mailin, allt farið :(
Ég ákvað að gefast ekki upp. Bankaði létt með skrúfjárni í diskana, ekkert gekk, bankaði meira…og loksins drullaðist tíkin í gang. Ég, með hjartað á fullu, beið eftir því að vélin ræsti sig upp. Windows ræstist upp og fyrsta sem ég gerði var að kópera e-mailin, skjölin yfir á annan disk, nýjan 80GB WD. Ég var safe. Svo gékk vélin bara fínt, þangað til núna í kvöld þá heyrðist þetta hljóð aftur og windowsið fraus.
Núna er ég búinn að reyna allt sem mér dettur í hug; banka í bilaða diskinn, snúa honum á alla kanta, skipta um IDE kapla og allt annað. Fæ ekki fjandans diskinn til að virka. Á að vísu afrit af öllu sem skiptir máli, en nú þarf ég að fara í dag (laugardag) og kaupa mér tvo nýja diska. Fjandans útgjöld :(

Jæja, nenni þessu ekki lengur…

BOSS
There are only 10 types of people in the world: